Þjálfararnir Okkar

Tommi Thor Guðmundsson

Tommi hefur stundað Parkour síðan 2006. Hann og vinir hans stofnuðu síðan parkour hópinn "Radioactive Pants", sem var mikið í fararbroddi parkour menningu á Íslandi. Tommi er útskrifaður Leikari í Kvikmyndaskóla Íslands og New York Film Academy. Hann hefur gert parkour áhættuatriði fyrir auglýsingar, þætti og kvikmyndir. Nýlega hefur hann stjórnað parkour hópnum "FLOWON", þar sem þeir gáfu út vikuleg parkour myndbönd á YouTube í tvö ár. Hann hefur þjálfað Parkour í mörgum mismunandi fimleikafélögum yfir árin.

Hörður Bent

Hörður Bent hefur stundað parkour síðan 2007. Hann hefur þjálfað áhaldafimleika í Fylki og parkour hópa í fimleikafélaginu Björk. 2019-2022 hafði Hörður yfirumsjón með parkourdeild fimleikafélags ÍA ásamt því að þjálfa hópfimleikahópa hjá félaginu. Hann er einnig stofnandi parkour hópsins Flowon og hefur verið í fjölmörgum parkour sýningum og auglýsingum í gegnum árin.

Ingvar Sigurbjörnsson

Ingvar Sigurbjörnsson hefur stundað parkour í 6 ár og hefur þjálfað hjá fimleikadeild Ármanns í 2 ár.

Viktor Yngvi Ísaksson

Viktor Yngvi hefur stundað parkour síðan 2014 og hefur þjálfað parkour hjá Ármanni í 6 ár. Hann er meðlimur í parkour liðinu Flowon og er einn efnilegasti parkour íþróttamaður landsins. Viktor stundar einnig nám í hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Reykjavíkur og er þrefaldur_íslandsmeistari í “death-dive”.